AÐBÚNAÐUR DÝRANNA

Hunda aðbúnaður.

Allir hundar fá rúmgóða stíu sem hentar stærð þeirra svo þeir hafi nægt rými til þess að hreyfa sig og teygja úr sér. Bæli með mjúku undirlagi er í hverri stíu og aðgangur að hreinu drykkjarvatni. Fóðrun er sniðin eftir þörfum hvers og eins. Allir fá næga útiveru og er það metið eftir hverjum og einum hvað þeir þola mikla útiveru. Og auðvitað fá allir klapp og knús sem vilja.

Kisu aðbúnaður.


Hver köttur fær rúmgott búr, sem inniheldur bæli, klórustaur og kattaklósett.  Kettirnir hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni og er fóðrun sniðin eftir þörfum hvers og eins. Þeir hafa aðgang að góðu leiksvæði og fá klapp og knús frá starfsmönnum daglega, þarfir þeirra eru mjög mismunandi og reynum við að aðlaga okkur að þörfum hvers og eins eftir okkar bestu getu.

 

©2018 BY HUNDA- OG KATTAHÓTEL SUÐURNESJA. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM