©2018 BY HUNDA- OG KATTAHÓTEL SUÐURNESJA. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM

UM OKKUR

Hunda- og kattahótel Suðurnesja er lítið fjölskyldu fyrirtæki, sem er ennþá í þróun. Eigendur hótelsins eru hjónin Kristín Einarsdóttir og Daníel Þorgeirsson. Þau hafa bæði umgengist og átt dýr frá blautu barnsbeini og eru miklir dýravinir. Sjálf eiga þau þrjá hunda, tvo af tegundinni Boxer og einn af tegundinni Chinese Crested og einn kött sem er af tegundinni Maine Coon. Kristín starfaði á Dýralæknastofu Suðurnesja og starfar hún einnig í hlutastarfi á hótelinu, Daníel hefur mikið verið á sjónum og síðast starfaði hann sem veiði eftirlitsmaður hjá Fiskistofu, en hann er í fullu starfi á hótelinu.